Fréttir
12.12.2013 - Grænfáni dreginn að húni í annað sinn.
 

Stór dagur var í Djúpavogsskóla þegar Gerður og Katrín, starfsmenn Landverndar, mættu í skólana til að taka út það starf sem fram hefur farið síðustu tvö ár. Þær byrjuðu á því að funda með umhverfisnefnd skólans og á eftir var þeim fylgt um skólann til að skoða þau verkefni sem nemendur eru að vinna að í dag og þau verk sem eru til sýnis á veggjum skólans. Þá sungu nemendur skólasönginn fyrir þær. Gerður afhenti Halldóru fánann og útskýrði fyrir okkur starfsmönnum og nemendum fyrir hvað hann stendur og þá óskrifuðu framtíð sem við tökum þátt í að móta.

Að því loknu fylgdu þær skólastjóranum niður í leikskóla þar sem sjá mátti fjölmörg skemmtileg verkefni tengd náttúru og endurvinnslu. Ræddu þær við nemendur um náttúruvernd og Grænfánann. Börnin sungu nokkur lög fyrir þær og starfsmenn og að því loknu afhenti Gerður grænfánann niður á leikskóla.

Þetta er í annað sinn sem Djúpavogsskóli fær Grænfánann afhentann. Sækja þarf um endurnýjun á fánanum á tveggja ára fresti og fáum við þá heimsókn frá Landvernd þar sem farið er yfir okkar störf. Það má segja að nemendur og starfsfólk hafi tileinkað sér vinnubrögð sem auka virðingu fyrir umhverfi og náttúru.

Myndir sem fylgja fréttinni eru hér.

LDB


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30