FrÚttir
03.09.2014 - A­l÷gun Ý leikskˇlanum
 

Nú er starfið í leikskólanum komið á fullt, búið að aðlaga fjögur ný börn inn í húsið og gekk það mjög vel.  Eftir að hafa fengið beiðni frá einu foreldrinu um að prófa nýja aðferð ákváðum við að gera tilraun og aðlaga öll börnin skv. þessu skipulagi.  Kallast það þátttökuaðlögun og byggir hún á því að í skólanum séu börn og starfsfólk að byggja upp þekkingu saman, skólinn sé ekki staðgengill foreldra. Foreldrum er gefinn kostur á að kynnast starfinu í skólanum og starfsfólkinu. Lögð er áhersla á að barnið er að læra að vera í nýjum aðstæðum í stað þess að læra að vera skilið eftir eins og oft vill verða í hefðbundinni aðlögun. Þegar barnið hefur öðlast öryggi, og kynnst nýju fólki með aðlögunaraðila sínum og þekkir aðstæður fær það að spreyta sig á sínum forsendum í leikskólastarfinu, án foreldra. Þátttökuaðlögunin byggir á fullri þátttöku foreldra þá daga sem aðlögun stendur yfir. Ef foreldrar eru öryggir með starf leikskólans og líður vel í umhverfinu, smitast það öryggi yfir á barnið sem eykur líkurnar á að aðlögun gangi vel. Þeir leikskólar sem notast við þátttökuaðlögun hafa lýst yfir ánægju með þessa hugmyndafræði og segja hana reynast börnunum vel, auka vellíðan barnanna, minnka grátur og þar af álag á önnur börn sem fyrir eru og draga úr áhyggjur foreldra yfir leikskóladvöl barnsins.

Hlutverk foreldra í þessari aðlögun er að sjá alfarið um barnið, kennarar eru áhorfendur sem eru að læra inná barnið og venjur þess.. Eftir því sem líður á aðlögun getur verið að kennari biðji foreldra um að taka virkan þátt í starfinu með hinum börnunum, lesa fyrir þau, hjálpa til við að klæða út eða annað tilfallandi. Það gerir barninu mjög gott að sjá foreldra taka virkan þátt og sinna öðrum börnum. Það eykur öryggistilfinningu barnsins og hjálpar því að aðlagast hópnum.

Aðlögunaraðili fylgist með barninu úr fjarlægð til að byrja með. Það fylgir barninu eftir án þess að trufla en sinnir jafnframt starfi sínu sem kennari á deildinni. Aðlögunaraðili heldur áfram með þau verkefni sem fyrir honum liggja, svo sem matmálstímar, söngstundir, málörvun og fleira. Aðlögunaraðili lærir inná barnið í gegnum foreldrana, matarvenjur, svefnvenjur, bleyjuskipti og annað sem við kemur barninu. Fylgja barninu eftir án þess að trufla það. Aðlögunaraðilinn er til staðar, en reynir ekki að taka við af foreldrinu. Aðlögunaraðili á að gefa barninu svigrúm til að átta sig á aðstæðum og bíða eftir því að barnið sé nógu öruggt til að eiga samskipti við hann.

Starfsfólkið og foreldrarnir eru sammála um að þessi aðferð hafi gefist einstaklega vel og höfum við í Bjarkatúni ákveðið að framvegis verði börn aðlöguð hér inn á þennan máta.

Myndir frá Krummadeild má sjá hér.

HDH


smmffl
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29