FrÚttir
15.09.2014 - Sˇlblˇmaleikskˇli
 

Leikskólinn Bjarkatún er orðinn Sólblómaleikskóli.  Í því felst að við erum orðin fósturforeldrar stúlku sem heitir Carol Mwali.  Hún býr í SOS barnaþorpi í Sambíu og verður þriggja ára í nóvember.  Carol kom í SOS barnaþorpið eftir að hún missti foreldra sína og vann strax hug og hjörtu allra sem þar vinna.  Carol finnst gaman að heimsækja hin börnin í þorpinu en skemmtilegast finnst henni að sulla í vatni og leika sér í því.

Í SOS Barnaþorpunum fá munaðarlaus og yfirgefin börn nýt heimilli, nýja foreldra og systkini.  Á hverju heimili býr ein SOS fjölskylda. Í hverri fjölskyldu eru þrjú til tíu börn með SOS foreldrum sínum, yfirleitt SOS móður en stundum líika SOS föður.  Barnið elst uppmeð SOS systkinum sínum.  Blóðsystkini alast líka alltaf upp saman.

Hér í leikskólanum ætlum við að safna fyrir árgjaldinu hennar með því að biðja nemendur um að búa til fallega hluti sem við ætlum síðan að selja á uppskeruhátíð sem haldin verður seinna í vetur.  Börnin læra líka um SOS barnaþorpin, fá m.a. að kynnast fleiri börnum í gegnum þetta verkefni og siðum og venjum í öðrum löndum.  Einnig fjöllum við um fjölskylduna í víðum skilningi og margt fleira.

HDH


smmffl
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29