Fréttir
16.09.2014 - Dagur náttúrunnar
 

Dagur náttúrunnar er í dag og að því tilefni fóru leikskólabörnin í gönguferð um náttúruna. 

Eldri  börnin á Krummadeild fóru í gönguferð í kringum leikskólann þar sem þau fundu blóm, ber og rosalega hátt gras sem var mikið hærra en þau sjálf.  Leitað var að músarholum og kíkt undir steina í leit að krókódílum sem fundust ekki.

Börnin á Kríudeild fóru í fjársjóðsferð þar sem þau fundu rusl sem sett var í ruslatunnu, gorkúlu eða kerlingarost sem þeim fannst mjög sérstakur.  Þá var farið í fjöruna og þar fundum við dauðan fugl, klettadoppur og fullt af fallegum steinum.  Þau fengu svo að henda steinum í sjóinn og reyna að fleyta kerlingar sem gekk misvel. 

Börnin á Tjaldi fóru upp á kletta og fundu mosa, blóm og gras.  Þau gengu svo niður í fjöru og týndu skeljar en þetta ætla þau að nota í listakrók í vetur. 

 

Fleiri myndir hér

 

ÞS


smþmffl
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31