FrÚttir
09.10.2014 - Krabbar og sniglar
 

Börnin í leikskólanum hafa nýtt september vel í að skoða náttúruna.  Á degi náttúrunnar var farið í göngu- og/eða fjöruferð en síðan fengum við líka gesti í heimsókn, fyrst kom Guðrún með snigla sem hún fann í garðinum sínum.  Við vorum með þá heilan dag í leikskólanum þar sem við gátum fylgst með þeim skríða um, narta í laufblöð og fleira.  Svo einn morguninn beið kassi með fullt af kröbbum, krossfiskum og ígulkeri fyrir utan leikskóladyrnar.  Þetta var auðvitað tekið inn og grandskoðað enda merkilegir hlutir á ferð.  Það kom svo í ljós að einn pabbinn hafði veitt þetta og fáum við pabbanum og mömmunni sem skellti þessu hér fyrir utan bestu þakkir fyrir. 

En eins og sjá má á meðfylgjandi myndum finnst börnunum gaman að skoða dýrin. 

Sniglarnir að skríða upp úr kassanum sínum

Krabbar og fleira

Fleiri myndir af kröbbum hér

Fleiri mydnri af sniglum hér

ÞS

 


smmffl
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29