 Hún Carol okkar á afmæli í dag og er þriggja ára gömul. Af því tilefni komum við saman í salnum og sungum afmælissönginn fyrir hana og fengum ávexti í glösum. Nemendurnir á Tjaldadeild voru búnir að útbúa plakat sem á stóð "Happy birthday" og nemendurnir á Kríudeild skrifuðu "Carol Til hamingju með afmælið" og síðan voru þessi plaköt skreytt með Glimmeri. Söfnunarbaukur er búinn að vera í leikskólanum í viku og ætlum við að fara með hann í bankann á morgun og leggja inn á reikning sem Carol á og er framtíðarsjóðurinn hennar.



Fleiri myndir eru hér
ÞS |