Fréttir
22.12.2014 - Jólasnjór
 

Í þessum töluðu orðum kyngir hreinlega niður snjónum á Djúpavogi þannig að allt er orðið fannhvítt og risastór snjókorn svífa niðurúr himninum.  Greinar trjánna svigna undan snjónum svo það getur bara ekki orðið jólalegra.  Börnin í leikskólanum elska snjóinn enda er hann orðinn frekar sjaldséður síðastlilðin ár og oft heyrir maður börnin segja "það er kominn snjór, drífum okkur út því hann verður farinn á morgun" og það hefur oft á tíðum verið raunin.  En við ætlum að vona að svo verði ekki núna heldur fáum að hafa þennan snjó fram yfir jól og jafnvel áramót.  Hver veit.  Krakkarnir voru alla vega ánægð að komast út í snjóinn til að búa til snjóengla og snjókarla. 

Það er sko hægt að búa til snjókarl núna

Snæfinnur snjjókarl og börnin á Kríudeild og Krummadeild

Fleiri myndir hér

ÞS


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31