Fréttir
05.02.2015 - Dagur leikskólans
 

Dagur leikskólans er á morgun, föstudaginn 6. febrúar.  Af því tilefni hafa nemendur og starfsfólk boðið fræðslunefnd, sveitarstjórn og sveitarstjóra í morgunverð í fyrramálið.
Auk þess ætla börnin að vera með listaverkasýningar vítt og breitt um þorpið.  Tjaldadeild verður með listaverk til sýnis í Sparisjóðnum / Íslandspósti, Kríudeild verður með listaverk til sýnis í Samkaup-Strax og Krummadeild verður með útilistaverk á Neistatúninu.  Hvetjum við alla til að gera sér ferð og skoða þessi fallegu verk.
Þá ætlar starfsfólkið að sitja fjarfund á morgun þar sem fjallað verður um málþroska og læsi í leikskólum.

Gleðilegan leikskóladag !!

Skólastjóri


smþmffl
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31