Fréttir
09.04.2015 - Hnísa eða hákarl?
 

Ósk barnanna í Bjarkatúni rættist heldur betur í gær þegar Jón Ingvar mætti með Hnísu þó svo að börnunm hafi fundist þetta vera hákarl.  Þau urðu yfir sig spennt enda stærðarinnar dýr í augum þeirra.  Hnísan var skoðuð hátt og lágt og mjög merkileg á allan hátt.  Hún slefaði að þeirra sögn, var með pínkulítil augu en rosalega slett og mjúk viðkomu. Hún var með öndunarop ofan á hausnum og síðan var kíkt í munninn á henni og þar var hún með pínkulitlar tennur enginn þorði þó að koma við þær. Börnunum fannst þetta ótrúlega skemmtilegt og voru áhugasöm um Hnísuna.  Við þökkum Jóni Ingvari kærlega fyrir að koma og sýna okkur Hnísuna. 

Hnísan fallega

Munnurinn og tennurnar skoðaðar

Hún átti líka sporð og ugga

Krakkarnir á Krummadeild kíktu á Hnísuna

Öndunaropið skoðað vel og vandlega

Fleiri myndir hér


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30