Fréttir
27.05.2015 - Slökkvistöðin heimsótt
 

Tveir elstu árgangarnir í leikskólanum heimsóttu slökkvistöðina í morgun þar sem tækin voru tekin út og prófuð.  Krakkarnir fengu að skoða allt í slökkvistöðinni, síðan var kíkt út en þar stóðu tveir slökkvibílar.  Allir sem vildu fengu að setjast inn í stóra bílinn og fannst þeim það mjög gaman en nokkrum fannst nóg að sjá hina prófa bílinn.  Þá var spurt hvar slangan væri eiginlega og sýndi Kári okkur það.  Slangan var dregin út og allir fengu svo að sprauta með henni. 

Þegar þau voru spurð hvað þeim hefði fundist skemmtilegast við heimsóknina sögðu öll að skemmtilegast hefði verið að sprauta úr slöngunni og að setjast í bílinn.  Eftir vatnssprautið hlupu svo allir undir bununa og var það mikið sport.  Þá var farið inn og fengin smá hressing áður en við héldum af stað út í leikskólann aftur. 

Við slökkvistöðina

Bíllinn prófaður

Sprautað úr slöngunni

 

Fleiri myndir eru hér

ÞS


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30