Fréttir
18.09.2007 - Starfsfólk á námskeiði
 

Síðastliðinn föstudag, 14. september, var haldið haustþing leikskóla á Austurlandi en það er haldið árlega á sama tíma og haustþing grunnskólakennara er haldið.  Flestir leikskólar á Austurlandi taka þá starfsdag en þar sem stutt er síðan okkar leikskóli var með námskeiðsdag var ákveðið að senda þrjá fulltrúa frá skólanum á þingið og vera með leikskólann opinn þennan dag.  Þeir sem upphaflega áttu að fara á námskeiðið voru Helga Björk, Heiða Guðmunds. og Guðrún en þar sem Helga Björk forfallaðist skyndilega fór Þórdís í hennar stað. 

Haustþingið sem nú var haldið á Reyðarfirði, bauð upp á fjögur námskeið.  Þau voru Gaman í eldhúsinu, fyrir matráða og aðstoðarfólk í eldhúsum, Íþróttanámskeið þar sem hin ýmsu námssvið eru fléttuð inn í íþróttastarf og unnið með á fjölbreyttan hátt, Einn, tveir og byrja sem er námsefni fyrir börn á aldrinum 18-24 mánaða.  Tenging á milli starfsfólks, foreldra og barna.  Aðstoð við skipulag og starf deildarinnar.  Verkfæri til að greina nám allra barna á deildinni.  Gerð einstaklingsnámskrár.  Síðasta námskeiðið var svo Hanan-hugmyndafræðin sem er um það hvernig við getum sem best notað daglegar aðstæður í leikskólanum til að vinna að skilgreindri málörvun sem skilar árangri og hvernig við getum breytt aðstæðum til að skapa þörf fyrir boðskipti. 

Ákveðið var að hver myndi velja sér eitt námskeið sem við töldum að myndi nýtast leikskólanum best og síðan yrði miðlað til hinna sem færu ekki á haustþingið.  Helga Björk átti að fara á Hanen-hugmyndafræðina og fór Þórdís í staðin á það, Guðrún fór á Einn, tveir og byrja og Heiða Guðmunds fór á íþróttanámskeiðið. 

Námskeiðin voru mjög fróðleg og munu pottþétt nýtast leikskólanum helling.  Margar nýjar hugmyndir komu fram og hvernig hægt sé að vinna markvisst með ákveðna hluti eins og málörvun inn á deildum og íþróttir.  Í boði stóð að kaupa kennsluefni tengdu íþróttum og einn, tveir og byrja en það var ekki gert núna. 

Næsta haustþing verður haldið að ári á Vopnafirði og stefnum við þá að fara með alla starfsmenn á það. 

ÞS

 


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30