Fréttir
22.02.2016 - Verkfræðingar framtíðarinnar
 

Það var einn rigningardag í nóvember þegar allir þurftu að dúða sig í pollagalla og stígvél enda úrhelli úti.  Það getur verið leiðinlegt úti í rigningu en stundum líka ótrúlega gaman og ákváðum við að hafa þetta skemmtilegan rigningardag.  Það er jú alltaf svolítið gaman að leika sér úti í rigningunni og ekki skemmir fyrir þegar maður er vel klæddur og skóaður.  Víða safnaðist vatn saman í polla og sumstaðar rann það meira að segja í litla læki um lóðina okkar.  Það vill svo vel til að ein rennan á vagnaskúrnum er ekki tengd við frárennslið heldur rennur bara beint út á lóðina.  Við tengdum því slönguna við rennuna ofan á þakinu þannig að nú kom enn meira vatn niður úr rennunni sem vakti heldur betur lukku meðal barnanna því nú var mikið vatn að safnast fyrir neðan rennuendann. 


Smá pollur að myndast við rennuendan og byrjað að grafa skurði til að færa vatnið frá einum stað yfir á þann næsta


Síðan varð að koma vatninu sem lengst í stórum læk

Fleiri myndir hér

 

ÞS

 


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31