Fréttir
18.10.2007 - Bjössi kominn í heimsókn
 

Í gær fengu leikskólabörnin góða heimsókn en það er hann Bjössi frá Krakkakoti á Hornafirði.  Bjössi kom með flutningabílnum og ætlar að vera hjá okkur í nokkra daga.  Bjössi hefur ferðast víða um landið okkar og hefur meðal annars farið á leikskóla á Hvolsvelli, Selfossi, Kópavogi, Akranesi, Hvalfirðinum, Hvanneyri og á Ólafsfirði.  Núna ætlar hann að skoða Austurland og mun hann byrja á Djúpavogi.  Hér ætlar hann að kynnast krökkunum og staðnum okkar.  Við munum taka myndir af honum og senda fréttir af honum í tölvupósti á Krakkakot sem og skrifa í bók sem hann kom með og er geymd í töskunni hans.  Þegar ferð hans líkur í vor mun hann hitta krakkanna aftur á Krakkakoti og segja þeim alla ferðasöguna. 

ÞS


Í gönguferð með Bjössa

 


Það var rigning svo Bjössi fékk lánuð stígvél og regnjakka í leikskólanum
 

Farið var upp á Bóndavörðu og horft yfir staðinn
 
Svo skoðuðum við listaverkið Sjávarminni
 
 

smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31