Fréttir
16.06.2017 - Fréttir af leikskólastarfinu
 

Við héldum upp á öskudaginn í byrjun mars með því að halda öskudagssprell og slógum köttinn úr tunnunni. 

Myndir af því eru hér

 

Vissu þið að Einar Mikael töframaður kom í leikskólann og sýndi börnunum í leikskólanum og 1. bekk grunnskólans nokkur töfrabrögð.  Hann vakti mikla lukku og voru krakkarnir dugleg að aðstoða hann við töfrabrögðin.

 

Myndir af því eru hér

Krakkarnir á Kríudeild fóru á fund í Geysi til að fræðast um Cittaslow og má sjá myndir af þeim fundi hér

Síðan fóru elstu nemendur leikskólans reglulega upp í grunnskóla enda byrja þau í 1. bekk næsta haust.  Þau fóru í byrjendalæsistíma, íþróttir, danskennslu og sund auk þess sem þau kíktu í smíðastofuna og tóku þátt í frímínútum.  Þau enduðu svo skólaárið á því að vera síðustu tvær vikurnar í grunnskólanum milli kl. 8:00-12:00.  Þau eru því orðin nokkuð heimavön grunnskólanum þegar þau mæta næsta haust. 

Myndir úr danskennslu eru hér

Myndir úr grunnskólaheimsóknum eru hér

 

ÞS


smţmffl
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29