Fréttir
08.11.2007 - Dagar myrkurs
 

Þá eru dagar myrkurs að byrja á Djúpavogi og mun leikskólinn taka virkan þátt í því.  Í dag ætla leikskólabörnin að setja út kerti í krukkum sem þau hafa sjálf skreytt.  Búið er að byrgja fyrir alla glugga og hurðar í fataklefanum en þar ætla börnin að hafa sýningu á verkum sem þau hafa unnið í tilefni myrkursins, sýningin verður báða dagana, fimmtudag og föstudag.  Þessi verk eru máluð með sjálflýsandi (glow in dark) málningu og flúor (neon) málningu.  Nú er bara að vona að listaverkin lýsi í myrkrinu. 

Síðan ætlum við að lesa Dimmu dimmu bókina sem er mjög dimm og drungaleg.  Við ætlum að leika okkur með ljós og skugga.  Við munum nota sterkt ljós og kasta því á vegginn þannig að börnin geti gert skuggamyndir af sjálfu sér en einnig leikið sér með vasaljós. 

ÞS


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31