Fréttir
05.12.2007 - Starfsmann vantar
 
Auglýst er eftir starfsmanni í afleysingar á leikskólann Bjarkatún.  Um er að ræða framtíðarstarf með 87,5 % starfshlutfalli (7 klst. vinna) vinnutími er frá 9:00-16:00 .  Starfsmaður sér um að leysa af í forföllum, í undirbúningstímum deildarstjóra, vegna funda innan leikskólans og að vinna ýmis tilfallandi verkefni sem leikskólastjóri ákveður. 
Starfsmaðurinn þarf að geta hafið störf 2. janúar 2008.
Menntunar- og hæfnikröfur:
  Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun eða reynsla er áskilin
  Hæfni og reynsla í stjórnun og skipulagningu og í mannlegum samskiptum
  Sjálfstæð vinnubrögð, metnaður, ábyrgð og frumkvæði í starfi
Nánari upplýsingar eru að finna hjá Þórdísi í síma 478-8832.
Umsóknareyðublöð eru á skrifstofu Djúpavogshrepps og skal umsóknum skilað þangað.
Umsóknarfrestur er til 13. desember 2007.

smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30