Fréttir
07.12.2007 - Streptókokkar
 

Svo virðist sem streptókokkar séu aftur komnir á kreik í leikskólanum og má því áætla að ekki hafi náðst að útrýma þeim í fyrra skiptið þar sem börn eru farin að greinast aftur með kokkanna.  Haft var samband við heilsugæslulækninn okkar sem og hjúkrunarfræðing á Egilsstöðum um hvað sé best að gera í stöðunni.  Svo virðst sem þetta vandamál sé ekki eingöngu bundið við okkar leikskóla heldur er þetta að koma upp víða í kringum okkur.  Það sem við erum að gera er að bjóða upp á leikefni sem auðvelt er að þrífa og sótthreinsa það oft, þvo okkur um hendurnar oft og reglulega. Ef við ætlum okkur að losna við þetta þyrftum við að loka leikskólanum í þrjár vikur eða að foreldrar haldi barni sínu heima í þrjár vikur.  Við sjáum það öll að það mun aldrei ganga upp og því viljum við benda foreldrum á að leikskólinn er að reyna sitt besta við að útrýma þessu með þeim aðgerðum sem hann getur framkvæmt, handþvottur og sótthreinsun á leikefni.  Við vonum bara að það verði nægjanlegt til þess að útrýma þessum streptókokkum.  Þess má geta að ekki eru öll börn að greinast aftur en gott getur verið að fara með barnið í próf til að útiloka að það sé smitað.

ÞS 


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30