Fréttir
14.12.2007 - 0. bekkur í grunnskólanum
 

Í morgun fóru elstu nemendur leikskólans svokallaður 0. bekkur, í heimsókn til 1. bekkjarnemenda í Grunnskólanum.  Til stóð að gera smá jólaföndur saman og bjuggu nemendur hvert sitt kramarhúsið og skreyttu með glimmeri og límmiðum eftir að þau voru búin að klippa það út.  Þegar búið var að föndra og 1. bekkur á leið í tjáningu hittum við Berglindi sem kennir Tjáningu og bauð hún okkur að koma með í tímann.  Við þáðum það þó svo að við vissum eiginlega ekkert hvað tjáning er en komumst að því þegar leið á tímann.  Í tjáningu eru krakkarnir að dansa og gera ýmislegt skemmtilegt.  Okkur fannst þetta ótrúlega skemmtilegt og hlökkum til að fara í grunnskólann. 


Verið að klippa út


Upphitun í tjáningu


Að dansa


Í slökun

ÍNÓ, HAÆ, EUJ, VBÓ, ÞS


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30