Fréttir
19.12.2007 - Litlu jólin í leikskólanum
 

Litlu jólin í leikskólanum voru haldinn á þriðjudaginn, 18. desember.  Börnin mættu í leikskólann ýmist prúðbúin eða með fínu fötin með sér í poka sem þau svo klæddu sig í áður en jólaballið byrjaði. Þegar svo jólaballið sjálft hófst voru allir komnir inn í sal og tilbúnir að dansa í kringum jólatréð, eftir nokkra hringi í kringum tréð birtist einkennilegur rauðklæddur maður á glugganna í leikskólanum.  Var þá ekki bara sjálfur jólasveinninn Gluggagægir mættur á staðinn og vildi endilega fá að dansa með krökkunum nokkra hringi sem hann gerði.  Jólasveinninn vakti mikla lukku og voru sumir svo hugdjarfir að leiða hann á meðan öðrum fannst betra halda í einhvern fullorðinn eða vera bara í fanginu á honum.  Þegar búið var að dansa í kringum tréð með jólasveininum ákvað sveinki að gefa öllum krökkunum í Bjarkatúni lítinn pakka og voru allir sem vildu fá svoleiðis frá honum þó svo að þeim væri nú ekkert ofvel við Jólasveinin.  Það voru sumir fegnir því þegar jólasveinninn kvaddi og hélt á braut þó aðrir hefðu sko alveg viljað hafa hann í leikskólanum allan daginn en hann þurfti að fara á fleiri staði en ætlar kannski að koma aftur og hitta krakkanna seinna.

Vegna vandamála í töluvkerfinu er ekki hægt að setja inn myndir af ballinu en vonandi lagast það bráðlega og þá verða settar inn myndir í albúm leikskólans.

ÞS


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31