Fréttir
11.04.2008 - Sagnaþulur í heimsókn
 

Þann 17 mars sl. fékk leikskólinn góða heimsókn en það var hún Berglind sagnaþulur sem mætti í leikskólann og sagði krökkunum sögur. Berglind fékk styrk frá Menningarráði Austurlands til að vinna með eflingu sagnalistarinnar meðal barna og ungmenna og til að endurvekja til vegs og virðingar þá góðu íslensku menningu að segja og hlusta á sögur. Berglind mætti á svæðið og sagði börnum á Kríudeild sögur auk þess sem eldri börnin á Krummadeild fengu að fara yfir og hlusta. Eins og sjá má á myndunum voru krakkarnir mjög áhugasamir, hlustuðu á sögur og skemmtu sér konunglega. Þau báðu um aðra og aðra og fengu hvorki meira né minna en fjórar sögur frá Berglindi.

Börnin að hlusta á sögurnar

ÞS


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30