Fréttir
17.04.2008 - Í heimilisfræði
 

Þann 11. apríl sl. fengu elstu nemendur leikskólans að fara í heimilisfræði með 1. bekk grunnskólans. Heimilisfræðin var fyrsti tíminn hjá 1. bekk og mættum við fljótlega eftir að hann byrjaði. Verkefni dagsins var að baka jógúrtmúffur. Byrjað var á því að þvo sér um hendurnar og setja á sig svuntu. Þá var degið búið til og síðan fengu allir smá deig í skál til að setja formin. Þá var að setja kökurnar í ofninn og á meðan þær bökuðust var gengið frá, vaskað upp og lagt á borð. Þegar múffurnar voru tilbúnar fengu krakkarnir að smakka á kökunum áður en haldið var af stað aftur í leikskólann. Allir fengu líka að taka með sér nokkrar kökur heim til að leyfa mömmu og pabba að smakka. Þegar þær voru spurðar hvað hefði nú verið skemmtilegast í heimilisfræði svöruðu þær að vaska upp og borða kökurnar.

Því miður er ekki hægt að setja inn myndir af þessu þar sem kerfið er eitthvað bilað hér í leikskólanum en um leið og það kemst í lag verða settar inn myndir.

ÞS

 



smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30