Fréttir
09.07.2008 - Gjafir frá kvenfélaginu Vöku
 

Kvenfélagið Vaka gaf leikskólanum 200 þúsund krónur  þegar hann opnaði í

nýju húsnæði.  Peningarnir áttu að vera til dýnukaupa í leikskólan og voru

keyptar 2 íþróttadýnur fljótlega eftir opnun skólans.  Dýnurnar náðu nú

ekki upp í þá upphæð sem gefin var og var því ákveðið að nýta peningana í

annað.  Vildum við vanda til verksins og kaupa leikefni eða kennsluefni sem

nýttist börnunum í leikskólanum.  Það sem við höfum keypt er kennsluefni

fyrir málörvun og þá sérstaklega fyrir börn með málþroskafrávik og

tvítyngd börn sem heitir Tölum saman og er eftir Ásthildi Bj. Snorradóttir

og Bjarteyju Sigurðardóttir, forritið Tákn með tali en það er notað til að

styðja við talað mál og forritið Pictogram sem er notað til að gera myndir

af daglegu starfi í leikskólanum og til að gera dagskipulagið sýnilegt fyrir

börnin.  Bæði þessi forrit nýtast vel í vinnu með tvítyngdum börnum og

börnum með málþroskafrávik.  Þá keyptum við dúkkuhús og innbú,  bílabraut

úr tré, sveitabæ og kúluspil.  Við þökkum kvenfélaginu kærlega fyrir þetta

og vitum að börnin eiga eftir að njóta þessara gjafa.

ÞS 

 

 Dýrin í sveitabænum
Bílabrautin
Dúkkuhúsið
Í leik með dýrin
Í leik með bílabrautina
 
 


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30