Skráningar- og innritunarreglur

Skráningar- og innritunarreglur í Leikskólann Bjarkatún

Nýju skráningarreglurnar tóku gildi í janúar 2017; 

1. Sækja þarf um dvöl á leikskólanum á eyðublaði sem fæst á skrifstofu skólastjóra og á heimasíðu Bjarkatúns www.djupivogur.is/leikskóli.

2. Barn sem sótt er um leikskólapláss fyrir skal eiga lögheimili í Djúpavogshreppi. Þeir sem áætla að flytja til Djúpavoshrepps geta þremur mánuðum fyrir flutning sótt um leikskólapláss. Verði ekki af flutningi innan þess tíma fellur umsóknin niður.

3. Hægt er að sækja um dvalarpláss fyrir barn hafi það náð sex mánaða aldri. Hafni foreldri/forráðamaður plássi þegar það býðst færist barnið aftast á biðlista.

4. Leikskólarými er úthlutað eftir kennitölu þ.e. aldri barns og þá ganga eldri börn fyrir. Vakin skal athygli á því að við úthlutun á leikskólaplássum getur þurft að taka tillit til vistunartíma sem er laus og forgangslista.

5. Aðalúthlutun leikskólaplássa er á vorin, á haustin og í byrjun janúar

6. Foreldrum er sent bréf, þegar barnið hefur fengið inngöngu í leikskólann. Staðfesta skal leikskóladvölina innan tíu daga. Vilji foreldrar fresta því að taka plássið geta þeir það með því að greiða leikskólagjaldið, að öðrum kosti fara aftur á biðlista, þ.e.a.s. viðkomandi heldur sínum stað á biðlista en þarf að bíða næstu úthlutunar. Hægt er að greiða fyrir vistunarpláss án þess að nota það í að hámarki 3 mánuði eftir það missir barnið plássið og næsta barn á listanum fær það.

7. Hægt að sækja um og fá pláss þó svo að barn sé ekki með kennitölu en barnið verður að vera komið með kennitöluna eftir 3 mánuði frá byrjun leikskólavistunar. Annars missir barnið vistun.

8. Hægt er að óska eftir forgangi að leikskólavist vegna barna með sérþarfir. Greining þarf að vera fyrirliggjandi frá viðurkenndum greiningaraðilum t.d. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, sálfræðingum og/eða barnalæknum. Aðrar beiðnir um forgang skulu afgreiddar í samráði við skólastjóra og félagsþjónustuna.

9. Aðlögunartími barns er áætlaður 3-4 dagar og eru börn aðlöguð með svokallaðri þátttökuaðlögun.

Guðrún S. Sigurðardóttir

Leikskólastjóri

 

 

 

 

 

 

smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30