Skólaskrifstofan

Djúpavogshreppur er aðili að Skólaskrifstofu Austurlands sem staðsett er á Reyðarfirði. Hægt er að leita til skrifstofunnar varðandi ýmis málefni og höfum við sérfræðingar þar okkur til aðstoðar. 

Óski foreldrar / forráðamenn, eða starfsfólk leikskólans eftir því að barn eða börn fari í greiningu þá er allt slíkt framkvæmd í samvinnu beggja aðila.  Einnig geta hjúkrunarfræðingar haft frumkvæði að því að óska eftir greiningu. Þeir sérfræðingar sem við höfum aðgang að eru:  sálfræðingur, kennsluráðgjafi, talmeinafræðingur o.fl. 

Hér má sjá klausu um skólaskrifstofuna af heimasíðu hennar:

Skólaskrifstofa Austurlands er byggðasamlag 8 sveitarfélaga á Austurlandi frá Vopnafirði í norðri til Djúpavogshrepps í suðri. Nemendur á svæði skrifstofunnar eru um 1500 í 15 grunnskólum og um 600 börn í jafnmörgum leikskólum. Starfsemi skrifstofunnar byggir á samningi byggðasamlagsins og lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerð um sérfræðiþjónustu grunnskóla.

Skólaskrifstofa Austurlands starfar í tveimur deildum og skiptast verkefni hennar milli deilda sem hér segir:

A deild - skólamál

I. Sérfræðiþjónusta við leik- og grunnskóla

· Sérfræðiþjónusta við leik- og grunnskóla með áherslu á snemmtækt mat á stöðu nemenda og ráðgjöf vegna námsvanda, félagslegs og sálræns vanda og að nemendur fái kennslu og stuðning við hæfi í skólum án aðgreiningar.

Þessi þjónusta verði veitt sem:

· Almenn og greinabundin kennsluráðgjöf og sálfræðiþjónusta við grunnskóla.

II. Stuðningur við starfsemi skóla

· Rekstur og umsjón kennslugagnamiðstöðvar.

· Símenntun grunnskólakennara, nýbreytni og þróunarstörf.

· Skýrslugerð og upplýsingagjöf til skóla, sveitarstjórna og samtaka þeirra og annarra opinberra aðila.

· Ráðgjöf í deilumálum eftir því sem við á og vísað er til skrifstofunnar.

· Ráðgjöf vegna eftirlits með framkvæmd leik- og grunnskólalaga.

III. Rekstrarleg ráðgjöf fyrir sveitarfélög vegna fræðslumála.

B deild – málefni fatlaðra

I. Gerð, umsjón og eftirfylgni þjónustusamninga við aðildarsveitarfélög um málefni fatlaðra á svæði Skólaskrifstofunnar, skv. samkomulagi ríkis og sveitarfélaga frá 23. nóvember 2010 um tilfærslu þjónustu við fatlaða.

· Hafa eftirlit og yfirsýn með nýtingu fjármuna vegna þjónustu fatlaðs fólks á þjónustusvæðinu.

· Fylgjast með því að fjármunir úr Jöfnunarsjóði séu í samræmi við þjónustuþarfir notenda.

· Meta eða láta meta árangur þjónustunnar m.a. með því að kanna viðhorf notenda þjónustunnar og aðstandenda þeirra. Gefa út ársskýrslu um starfsemi þjónustusvæðisins þar sem meðal annars skal gerð grein fyrir tölulegum upplýsingum sem lýsa eðli, umfangi og kostnaði þjónustunnar.

· Sérstakur þjónustuhópur starfar með stjórn Skólaskrifstofunnar í þeim tilgangi að tryggja samvinnu á milli félagsþjónustusvæða þannig að þekking/sérhæfing nýtist á milli svæða. Hlutverk hans er að vera stjórn til ráðgjafar og gera tillögur til hennar um árlega skiptingu fjármuna vegna málefna fatlaðs fólks, gera tillögu að uppbyggingu og þróun þjónustunnar á Austurlandi, gæta samræmis hennar á Austurlandi, meta breytingar á þjónustuþörf og leita lausna á þörf á þjónustu sem ekki er gert ráð fyrir á fjárhagsáætlun félagsþjónustusvæðanna. Þjónustuhópinn skipa fimm fulltrúar ; forstöðumaður Skólaskrifstofunnar, félagsmálastjórar félagsþjónustusvæðanna beggja og tveir fagmenn á sviði málefna fatlaðs fólks. Þjónustuhópurinn fer ekki með stjórnvaldsákvarðanir.

· Að öðru leyti vísast til samstarfssamnings sveitarfélaganna á Austurlandi um sameiginlegt þjónustusvæði Austurlands um þjónustu við fatlaða.

· Sérstakur starfsmaður verður ráðinn til Skólaskrifstofunnar sem hefur umsjón með verkefnum sem fram koma í tölulið 2 B deild og öðrum verkefnum samkvæmt ráðningarsamningi.

· Auk þess annast Skólaskrifstofa Austurlands önnur þau mál sem lög og reglugerðir mæla fyrir um og sem aðalfundur eða stjórn vísa til skrifstofunnar.

[texti tekinn af heimasíðu Skólaskrifstofu Austurlands www.skolaust.is]
 
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31