Reglur Bjarkat˙ns

Reglur leikskólans

 1. Leikskólinn er ætlaður fyrir börn á aldrinum 12 mánaða til sex ára, sem eiga lögheimili í Djúpavogshreppi. Börnum sem verða sex ára á árinu er gefinn kostur á að vera fram að sumarleyfi leikskólans.

2. Hægt er að sækja um afslátt á vistunargjöldum á eyðublaði sem fæst hjá skólastjóra.Gefinn er 25% afsláttur vegna annars barns og 50 % afsláttur af vistunargjöldum, vegna næstu barna og einstæðir foreldrar fá 40% afslátt af vistunargjaldi. Ekki er gefinn afsláttur af fæði.

3. Ósk um breytingu á dvalartíma er hægt að sækja um hjá deildarstjórum á eyðublaði sem fæst í leikskólanum. Ekki er gert ráð fyrir því að vistunartíma barna sé breytt nema á nýrri önn. Ber að tilkynna breytingar fyrir 20 maí, 20. september og 20. desember.

4. Foreldrum ber að tilkynna breyttar aðstæður barnanna, einnig breytt símanúmer, heimilisfang, netfang, atvinnu- og hjúskaparstöðu foreldra.

5. Starfið í leikskólanum hefst klukkan 9:00. Ekki verður tekið á móti börnum milli 9:00 og 10:30 nema við sérstakar aðstæður, enda hefur það truflandi áhrif á starfið sé verið að koma með börnin inn í það mitt.

6. Virða ber vistunartíma barnsins og það starf sem það er í, í leikskólanum.

7. Morgunmatur er borinn fram ca. 8:15. Til þess að barn fái morgunmat þarf barnið að vera komið í síðasta lagi 8:35.

8. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur á leikskólaplássi er einn mánuður og skal uppsögn gerð á eyðublaði sem fæst á skrifstofu skólastjóra.

9. Leikskólagjöld eru greidd fyrirfram og er gjalddagi 2. hvers mánaðar. Eindagi er 17. hvers mánaðar. Vanskil á vistunargjöldum varða uppsögn á dvalarplássi. Ógreitt gjald er sent til innheimtustofnunar sveitarfélagsins til innheimtu. Séu tveir gjalddagar ógreiddir fá foreldrar/forráðamenn áminningu vegna skuldar og í framhaldi gæti komið til uppsagnar á leikskólaplássi. Foreldrum/forráðamönnum er ekki úthlutað leikskólaplássi fyrir annað barn ef þeir skulda leikskólagjöld, nema sérstaklega hafi verið um það samið.

10. Hægt er að sækja um gjaldfrítt leyfi fyrir barnið yfir sumarleyfismánuðina. Skal það gert fyrir 1. maí ár hvert.

11. Ef barn er veikt eða í leyfi þarf foreldri að láta vita fyrir klukkan 9:00 að barnið mæti ekki í leikskólann þann dag. Þá fellur niður gjald vegna hádegisverðar og seinni hressingar (ef barnið er til 16:00 í leikskólanum). Gjald vegna morgunverðar er ekki fellt niður.

12. Leikskólinn lokar í einn mánuð á ári vegna sumarleyfis. Lokað er frá miðjum júlí fram í miðjan ágúst ár hvert. Hvert barn skal taka samfellt fjögurra vikna sumarleyfi.

13. Milli jóla og nýárs er leikskólinn opinn ef nægur fjöldi barna nýtir sér þessa þjónustu. Lágmark þurfa 8 börn að skrá sig svo opið verði. Leikskólastjóri gerir könnun um miðjan nóvember ár hvert. Foreldrar þurfa að láta vita fyrir 20. nóvember hyggist þeir setja barnið /börnin í skólann þessa daga. Þeir greiða fyrir þjónustuna en þeir foreldrar sem nýta sér ekki þessa þjónustu greiða ekki fyrir hana. Ekki verða gerðar undantekningar varðandi skráningu.

14. Leikskólinn er opinn frá kl. 7:45 til 16:15.

15. Foreldrar / forráðamenn láti deildarstjóra vita, með eins góðum fyrirvara og mögulegt er, ef barn er fjarverandi eða í leyfi.

16. Einungis er hægt að kaupa vistun frá 7:45, 8:00 eða 9:00 á morgnana.

17. Aðlögunartími barns er áætlaður 3-4 dagar og eru börn aðlöguð með svokallaðri þátttökuaðlögun.

18. Óheimilt er að senda barn eitt í leikskólann eða skilja það eftir án þess að hafa samband við starfsfólk leikskólans. Þetta á einnig við þegar barn er sótt. Ef aðrir en foreldrar / forráðamenn sækja barn í leikskólann þarf að láta starfsfólk vita af því.

19. Ekki er leyfilegt að senda barn heim af leikskólanum með yngra barni en 12 ára.

20. Í leikskólanum fá börnin morgunverð, ávaxtatíma, hádegisverð og síðdegishressingu.

21. Barn skal hafa góðan útifatnað og auka inniföt sem geymd eru inni á deild barnsins. Merkja skal allan fatnað og skó barnsins, merkt föt týnast síður.

22. Ekki er ætlast til að barn komi með leikföng og bækur nema við sérstök tilefni. Leikskólinn ber ekki ábyrgð á leikföngum, bókum eða öðru sem barnið kemur með.

Guðrún S. Sigurðardóttir

Leikskólastjóri

smmffl
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31