Fréttir
03.11.2011 - Naumt tap í fyrsta körfuboltaleiknum
 

Í gærkvöldi kl 20:00 var háður skemmtilegur og spennandi körfuboltaleikur í Íþróttamiðstöð Djúpavogs, en þar kepptu lið Neista og Austra í Bólholtsbikarnum sem nú er keppt um annað árið í röð 

Er skemmst frá því að segja að Austri bar naumlega sigur úr býtum 49 - 45 eftir að Neisti hafði haft yfirhöndina í stigaskori stóran hluta leiksins. Leikurinn var prúðmannlega leikinn þrátt fyrir að hart hafi verið barist á köflum. 

Þrátt fyrir tap í fyrsta leik fer Neisti mjög fer vel af stað í þessari fyrstu skipulögðu körfuboltakeppni sem mfl. Neista tekur þátt í.  Ljóst er að þátttaka í þessari keppni af hálfu Neista er kærkomin viðbót við þá viðburði og félagslíf sem þegar er til staðar á Djúpavogi og eru því heimamenn hvattir til að mæta enn betur á næsta heimaleik og hvetja strákana til sigurs.  Sjá meðfylgjandi myndir frá leiknum í gær.    

AS

 

Lið Neista 

Lið Austra

Dómararnir Rikki og Billi voru með fullt vald á leiknum 

Áhorfendur fylgdust spenntir með og hvöttu liðsmenn Neista óspart

Neisti í bullandi sókn 

Vítaskot og allir klárir undir körfunni

Boltinn á leið í körfuna

Vörnin í góðu lagi þarna

Spennuþrungin vítaskot í lokin


smţmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30