Fréttir
08.05.2012 - Frjálsíţróttaskóli UMFÍ
 

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður haldinn á Egilsstöðum 11.-15. júní 2012. Skráning í skólann er nú formlega hafin hér á síðu skólans.

Eins og undanfarin ár sér UÍA um skólann í samstarfi við UMFÍ og FRÍ. Um nokkurs konar íþróttasumarbúðir er að ræða, sem ætlaðar eru ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára. Þátttakendur koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Skólinn er hvoru tveggja ætlaður byrjendum sem og þrautreyndum frjálsíþróttakrökkum.

Þó frjálsar íþróttir skipi veglegan sess í dagskrá skólans þá er fjölbreytinin engu að síður í fyrirrúmi.
Í skólanum í fyrra var m.a. farið í strandblak, taekwondo, glímu, forníþróttir, á hestbak, í bátsferð, fjallgöngu og fleira og fleira.

Þátttökugjald er 17.000 kr og innifalið í því er kennsla, fæði, gisting og allar ferðir sem farið verður í.  
Hildur Bergsdóttir verður skólastjóri í skólanum, og fær til liðs við sig ýmsa þjálfara, bæði í frjálsum íþróttum og öðrum greinum.

Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu UÍA í síma 4711353 eða á netfangið uia@uia.is


smţmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30