Fréttir
04.07.2012 - Sumarhátíđ UÍA um helgina
 

Sumarhátíð UÍA verður haldin á Egilsstöðum um helgina. Hátíðin, sem haldin hefur hvert sumar frá árinu 1975, er stærsta einstaka verkefni sambandsins ár hvert.

Að vanda eru frjálsíþróttir fyrirferðamestar en Nettómótið í frjálsum teygir sig yfir alla keppnisdagana þrjá, föstudag, laugardag og sunnudag. Þá er einnig keppt í sundi á föstudagskvöld og laugardagsmorgun.

Nýjasta keppnisgreinin á Sumarhátíðinni er skák en teflt verður á föstudagskvöld. Strandblak er á dagskránni þriðja árið í röð á sunnudag og á laugardag er knattspyrnumót fyrir tíu ára og yngri.

Skemmtidagskrá er seinni part laugardags þegar íþróttahátíð Spretts Sporlanga fer fram á Vilhjálmsvelli. Keppt verður í boccia, starfshlaupi, haldnir verða fáránleikar og taek-won-doe deild Hattar sýnir nokkur brögð. Sprettur ætlar líka að bjóða upp á tertu til að þakka Austfirðingum fyrir frábærar móttökur fyrsta árið sem hann hefur verið lukkudýr UÍA.

Rúsínan í pylsuendanum verður sýning fimleikahópsins GYS87 sem skipaður er dönskum eldri borgum sem héldu áfram að æfa saman eftir þátttöku á fimleikahátíðinni Gymnastrada árið 1987 en þaðan kemur nafn hópsins GYS87.

Í gegnum árin hafa þau ferðast og sýnt  listir sínar vítt og breitt um heiminn í sex heimsálfum. Fimleikasýningin samanstendur af margskonar æfingum: kvenlegum hreyfingum, karlmannlegum kraftaæfingum, paraæfingum og samvinnu svo eitthvað sé nefnt. Sýningin fær mikinn innblástur af vel valinni tónlist sem gefur mikla upplyftingu og innlifun.

Nánari upplýsingar um Sumarhátíðina er að finna á www.uia.is.smţmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30