Fréttir
21.09.2012 - Litluskólamótiđ í fótbolta
 

Á morgun laugardag verður haldið litluskólamótið í fótbolta. Neisti og Djúpavogsskóli hafa boðið nemendum annarra smáskóla að taka þátt í þessu móti. Fyrirkomulagið er að í hverju liði spila 5 inná vellinum í einu, hægt er að hafa varamenn og skipta stöðugt inná. Þessir 5 í hverju liði  eru af báðum kynjum og í dreifðri aldursröð. Í yngri hópum spila nemendur í 1. - 5. bekk og eldri hópar samandstanda af nemendum í 6. – 10. bekk.

Við eigum von á þremur liðum frá Brúarási og tveimur liðum frá Stöðvarfirði. Með þeim verða foreldrar og aðrir í klappliði.

Mótið hefst klukkan 10:30 og eru allir hjartanlega velkomnir til að horfa á og hvetja unga fólkið okkar. Foreldrar nemenda í 2. og 3. bekk munu bjóða upp á léttar veitingar á meðan á mótinu stendur.

Allir þátttakendur fá frítt í sund. Athugið reglur um fylgdarmenn barna undir 10 ára aldri.

Stjórn Neista


smţmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30