Frttir
14.11.2013 - Samstarfssamningur Neista og Vsis hf
 

Núna á haustmánuðum gerði  Neisti og Vísir hf með sér samning þar sem Vísir hf styður vel við starfið hjá Neista og mun gera það næstu þrjú árin.

Með þessum samning verður Vísir hf aðalstyrktaraðili félagsins.

Þessi samningur er gríðarlega mikilvægur fyrir starfið hjá umf Neista og mun gera okkur kleift að bæta aðbúnað og starf félagsins til muna.

Viljum við hjá Neist þakka Vísismönnum hversu vel var tekið á móti beiðni okkar og hversu fljótt og vel þeir unnu þetta.

Stjórn Neista með aðstoð yngriflokkaráðs og sund og frjálsíþróttaráðs erum búin og erum að leita til fyrirtækja um styrki og hefur það gengið mjög vel.

Enn bíðum við eftir svörum frá fyrirtækjum en þau fyrirtæki og einstaklingar sem hafa nú þegar styrkt starf okkar eru

Hótel Framtíð, Fiskmarkaður Djúpavogs, Við Voginn, Djúp ehf, Einhamar ehf, Kálkur,  Flytjandi,  Nykur ehf, Snjólfur Gunnarsson, Emil Karlsson, Ívar Björgvinsson, Hringur Arason, Stefán Arnórsson.

 

Ómar Enoksson hjá Vísi og Pálmi Fannar Smárason formaður Neista handsala samninginn

 


smmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30