Fréttir
02.05.2014 - Sundţjálfaranámskeiđ
 

Helgina 9.-11. maí kemur Brian Marshall frá Sundsambandi Íslands og heldur þjálfaranámskeið hérna á Djúpavogi.

Námskeiðið er frá kl 17:30 - 21:00 á föstudaginn,  14:00 - 17:00 á laugardaginn og 10:00 - 11:30 á sunnudeginum.

Farið yfir öll helstu atrið fyrir þá sem vilja fara að þjálfa ásamt því að það verður nægur tími til að ræða við Brian ef það er einhvað sérstakt.

Viljum hvetja alla til að nota þetta tækifæri og ná sér í grunn í þjálfun.

Ástæðan fyrir því að við bjóðum uppá þetta er sú að í gegnum tíðina höfum við hjá Neista verið oft á tíðum í miklum vandræðum að útvega sundþjálfara og viljum því reyna finna áhugasama aðila sem geta tekið að sér þjálfun í lengri eða skemmri tíma og verið afleysing fyrir starfandi sundþjálfara.

Hægt er að skrá sig í neisti@djupivogur.is eða hjá Sveini í síma 8671477

Stjórn Neista


smţmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30