Fréttir
22.02.2015 - Frjálsar og fjör
 
Frjálsar og fjör!
Kynningardagur í frjálsum íþróttum með Úrvalshópi UÍA.

 

Sunnudaginn 8. mars verður kynning á frjálsum íþróttum í Fjarðahöllinni á Reyðarfirði frá kl 11:00-14:00.

Allir 11 ára og eldri, hjartanlega velkomnir, alls ekki nauðsynlegt að kunna neitt í frjálsum!

Farið verður í flestar greinar frjálsra íþrótta, leiki og ýmsar æfingar. Auk þess fá þátttakendur kynningu á frjálsíþróttastarfi UÍA.

Frjálsíþróttaþjálfarar á Austurlandi og ungt afreksfólki úr úrvalshópi UÍA sjá um þjálfun.

Gott er að þátttakendur mæti með hlý föt, því oft er kalt í höllinni. Einnig er æskilegt að hafa nestisbita meðferðis.

Skráningar og nánari upplýsingar í netfanginu uia@uia.is eða í síma 4711353.

Hlökkum til að sjá ykkur
Frjálsíþróttafjörkálfar á Austurlandi

smţmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31