Fréttir
22.02.2015 - Sund-helgin 14.-15.mars
 

SSÍ (sundsamband Íslands) stefnir á að koma austur sundhelgina 14.-15.mars. Eins og staðan er núna þá mun SSÍ heimsækja okkur með landsliðsþjálfara, landsliðssundfólk og stjórnarmann.

Þetta er einstakt tækifæri fyrir okkur að styrkja sunddeildina okkar hérna en það gerist bara með ykkar þátttöku!

Reiknað er með að laugardaginn 14.mars verði sundæfing hjá krökkunum, stýrð af landsliðsþjálfaranum og landsliðsfólkinu. Síðan verði fyrirlestur fyrir krakkana, hittingur fyrir foreldra ásamt því að kennt verði á mótaforritið. Einnig er verið að skoða möguleikann á dómaranámskeiði.

Á sunnudeginum verður síðan Hennýjarmótið.

Ég vil biðja foreldra allra sundbarna um að taka þessa helgi frá. Vonandi getur góður hópur frá Neista farið saman og ef eitthvað foreldri hefur áhuga á að læra á mótaforritið eða fara á dómaranámskeið þá væri það stórkostlegt!!!

Endilega verið í sambandi við mig eða Rabba, ræðið þetta við krakkana ykkar og Rafn ræðir við þau á komandi æfingum.

E-mailið okkar er neisti@djupivogur.is en svo er ykkur frjálst að hafa samband með öðrum leiðum! smile emoticon


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31