Fréttir
05.03.2015 - Aðalfundur UMF.Neisti
 

Aðalfundur Ungmennafélagsins Neista verður haldinn fimmtudaginn 19.mars kl 17:00 í Löngubúð 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Kynning á störfum félagsins

2. Fjármál félagsins

3. Skýrsla stjórnar, yngri flokka, sundráðs

4. Viðburðadagatal Neista

5. Kosning í nýja stjórn

6. Önnur mál

Hvetjum við að sjálfsögðu alla foreldra til að mæta, kynnast starfinu og áhugasama um að bjóða sig fram í stjórn Neista.
Stjórn Neista samanstendur af formanni, ritara, gjaldkera, fulltrúum yngri flokka- og sundráðs. Hjá Neista starfa einnig þjálfari og framkvæmdarstjóri og eru verkefnin fjölbreytt og skemmtileg. Stjórn Neista byggir á sjálfboðaliðastarfi þar sem allir foreldrar eru virkjaðir til þátttöku í íþróttastarfi barna sinna. 

 

Fyrr, þann sama dag eða kl 14:30 verður tilkynnt í Löngubúð um Íþróttamann ársins hjá Neista, SundNeista og FótboltaNeista. Einnig verða veittar viðurkenningar fyrir framfarir og ástundun. Á eftir fá börnin skúffuköku og drykki. Gert er ráð fyrir að dagskrá barnanna ljúki fyrir kl 15:30 eða áður en skólabíllinn fer heim. 



smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30