Fréttir
12.05.2015 - Íţróttahelgi á Djúpavogi
 

Næstkomandi helgi (15-17maí) stendur umf. Neisti fyrir íþróttahelgi hérna á Djúpavogi.

Við hjá Neista erum búin að fá fjóra frábæra þjálfara til að vera með námskeið og bjóðum við börnum frá Breiðdalsvík og Stöðvarfirði, fæddum árin 1999-2009 að vera með (0.bekkur-10.bekkur).

 
Hallur Ásgeirs kemur og verður með fótboltaakademíu, Hjörtur og Ásmundur koma frá Reyðarfirði og kenna börnum í 4.-10.bekk glímu en hún er því miður ekki kennd yngri börnum en 10 ára og María Anna ætlar að koma og kenna körfubolta og þangað geta allir mætt 2009-1999.

Skráning er rafræn og fer fram hérna og það þarf að skrá fyrir miðnætti í kvöld (miðvikudag 13.maí):

http://goo.gl/forms/DjqPJONZdL

Hægt að greiða í afgreiðslu íþróttahússins föstudag eða laugardag en verðið er eftirfarandi: 

Körfubolti 1000kr
Glíma 1000kr
Fótbolti 5000kr
 
Ætlunin er að enda á sunnudaginn á litlu-fótboltamóti þar sem allir fá að njóta sín í blönduðum flokkaskiptum liðum.
 
Hvetjum við alla til að nýta tækifærið og vera með
 

smţmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31