Fréttir
07.07.2016 - Ungmennafélagiđ Neisti sendir fjölmennt liđ á sumarhátíđ UÍA
 

Sumarhátíð UÍA fer fram nú um helgina á Egilsstöðum. Að venju tekur Ungmennafélagið Neisti þátt og sendir fjölmennt lið barna, unglinga, fullorðinna og fylgdarmanna á mótið.

Neisti gerði sér lítið fyrir og leigði Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum undir skarann. Þar er pláss fyrir 50-60 manns og stefnir í að miðstöðin verði fullnýtt. Það þýðir að nærri því 15% íbúa Djúpavogshrepps verða með aðsetur á Eiðum, auk allra þeirra sem munu gista á tjaldsvæðum í kringum Egilsstaði, í heimahúsum eða jafnvel keyra daglega á milli Djúpavogs og Egilsstaða.

Þessa miklu þátttöku og áhuga ungmennafélagsins fannst Hildi Bergsdóttur ástæða til að nefna sérstaklega í samtali við vefmiðilinn Austurfrétt.

Smellið hér til að skoða viðtalið.

Við sjáumst svo hress og kát á Egilsstöðum um helgina og áfram Neisti!

ÓB

 


smţmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31