FrÚttir
09.09.2016 - NeistafrÚttir fyrir september - vetrarstarf Neista
 

Kæru iðkendur, forráðamenn, félagar og aðrir áhugasamir um umf. Neista.

Undanfarið hefur stjórn Neista unnið hörðum höndum að skipulagningu vetrarins með þeim fjölmörgu verkum sem sinna þarf.

ÆFINGAR hefjast mánudaginn 12. septmeber og er skráning rafræn HÉR:

Fyrsta FJÁRÖFLUN vetrarins verður laugardaginn 17. september og óskum við hér með eftir 20 sjálfboðaliðum frá 13 ára og upp úr í vörutalningu í versluninni Samkaup.

Neisti fær fyrir þetta greiddan góðan pening sem er glæsilegt fjárframlag inn í félagið sem nýtt verður til að niðurgreiða æfingar, námskeið og mót.

Vinsamlegast skráið ykkur og unglingana ykkar hjá Helgu Björk verslunarstjóra Samkaups sem fyrst.

VIÐBURÐADAGATAL verður sent út um miðjan september með öllum þeim mótum, námskeiðum, viðburðum og verkum sem fyrirhuguð eru á æfingaárinu (september 2016- júlí 2017).

Dæmi um MÓT sem haldin eru fyrir mismunandi aldursflokka frá 5 ára og upp úr:

Sumarhátíð ÚÍA, ÞS mótið, Fjarðarálsmótið, Pæjumótið, Símamótið, Sundmót Neista, Hennýjarmótið, Sundmót ÚÍA, Unglingalandsmót og fleira og fleira....

Dæmi um VIÐBURÐI sem Neisti tekur þátt í í fjáröflunarskyni og samfélgaslega:

Yfirseta á félagsvist, bingó, spurningakeppni fyrirtækjanna, skipulag 17. júní, jólagleði, hreyfivikan, ævintýranámskeið, kynningardagur félagasamtaka, fyrirtækja og frumkvöðla á Djúpavogi, Edrú lífið forvarnarstarf og fleira og fleira.....

Dæmi um fyrirhugaðar FJÁRAFLANIR OG VERK sem tengjast þeim:

Vörutalning í Samkaup, kökusala, barnagæsla og tiltekt á kynningardegi félagasamtaka, fyrirtækja og frumkvöðla, söfnun bingóvinninga og umsjón með bingó, sala á varningi á jólamarkaði kvenfélagsins (allar hugmyndir vel þegnar), sala á rófum, páskaeggjum og varningi merktum Neista: sundhettur, heilgallar, ponsjó og/ eða annað (allar hugmyndir vel þegnar), jóla- og áramtótaverk (brenna og fleira)....

Auk þess er stefnt á að halda og taka þátt í einhverjum NÁMSKEIÐUM.

Tveir stjórnarmeðlimir þurftu því miður að hætta í stjórninni í sumar en nú þegar hefur verið fyllt í þeirra starf og bjóðum við Katrínu Jónsdóttur og Sævar Þór Rafnsson hjartanlega velkomin til starfaog þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir gott starf.

Aðrir stjórnarmeðlimir eru Pálmi Fannar, Guðjón Viðars, Ágústa Margrét, Júlía Hrönn, Helga Björk, Inga Bára, Óðinn Sævar og framkvæmdarstjórinn er Óðinn Lefever.

Umf. Neisti er félag allra bæjarbúa og því fylgir fjölbreytt félagsstarf og félagslíf sem auðgar andann og bæjarlífið.

Þátttaka í félagsstarfinu er ávinningur fyrir alla og hlakkar okkur mikið til að starfa með iðkendum, forráðamönnum og öðrum áhugasömum í vetur.

Áfram Neisti!

Fh. Neista Ágústa Margrét Arnardóttir, ritari og upplýsingafulltrúi.


smmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31