Fréttir
26.04.2017 - Sundakademía Neista um helgina
 

Sundakademía Neista verður dagana 29.-30.apríl.

Neisti býður velkomna Hrafnhildi Lúthersdóttur ólympíufara, margfaldan Íslandsmeistara og sunddrottningu en hún mun stýra æfingabúðum á laugardeginum ásamt því að flytja fyrirlestur fyrir alla áhugasama. Með henni kemur Aron Örn Stefánsson sem er einn af fremstu sundmönnum Íslands og margfaldur Íslandsmeistari.

Æfingabúðir verða allan laugardaginn og Vormót Neista verður á sunndag.

Hrafnhildur verður með opinn fyrirlestur/fund fyrir alla iðkendur, þjálfara, foreldra og aðra áhugasama á laugardaginn í íþróttahúsinu kl. 15:00.

Æfingabúðirnar eru fyrir börn 10 ára og eldri en Vormót Neista er fyrir krakka á öllum aldri.

Verð
Sundakademía Neista kostar 5.000 kr. En innifalið í því eru æfingabúðir(kvöldverður, kvöldvaka, gisting, morgunverður, æfingar og fyrirlestur) og mótsgjald á Vormót Neista.

Ef óskað er eftir að skrá einungis á Vormót er mótsgjaldið 1.000 kr. fyrir hvern iðkanda.

Neisti greiðir mótsgjald fyrir alla sína iðkendur eins og áður og er verðið á Sundakademíu því einungis 4.000 kr. fyrir Neistakrakka.

Neisti hvetur alla sundgarpa á Austurlandi til að flykkjast á Djúpavog og taka þátt í þessari helgi með okkur.

Skráning í Sundakademíu Neista skal berast (gretamjoll@djupivogur.is) í síðasta lagi á hádegi fimmtudaginn 27. apríl.

Vinsamlegast takið fram nafn iðkanda, kennitölu og greinar sem skráð er í á Vormóti Neista.

ÁFRAM NEISTI!

 


Aron Örn Stefánsson


Hrafnhildur Lúthersdóttir


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30