Aðstaðan

Á Djúpavogi er aðstaða til íþróttaiðkunar góð og nýtir Neisti hana eins mikið og hægt er.  Á veturnar eru Neistakrakkarnir í tímum í Íþróttamiðstöðinni þar sem æft er fótbolti, frjálsar og fleiri íþróttagreinar í svokölluðum Íþróttatímum en þá fá börnin að kynnast handbolta, körfubolta, bandý, badminton og ýmsum leikjum.  Innisundlaug er í Íþróttamiðstöðinni þar sem sund er æft af kappi.  

Fyrir aftan Íþróttamiðstöðina er sparkvöllur þar sem hægt er að taka fótboltaæfingar þegar veðrið er gott.

Á sumrin er æft á Íþróttasvæðinu í Blánni en þar er góður fótboltavöllur, kúluvarpshringur og langstökksgryfja.  Þar æfa krakkarnir frjálsar íþróttir og fótbolta.  Áhorfendasvæðið er í brekkunni við völlinn en á veturna þegar snjóar er Neistabrekkan vinsæl til að renna sér á snjóþotum, sleðum, skíðum eða á snjóbretti. 

Það er draumur Neista að setja hlaupabraut umhverfis fótboltavöllinn  í framtíðinni. 

smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31