Zion félagsmiðstöð

Fréttir 15.5.2015

Næsta vika er síðasta opnunarvikan hjá okkur í Zion. Hjá mið-og elsta stigi verður KÖKUKEPPNI þar sem allir koma með skreyttar, flottar, undarlegar, frumlegar, fáránlegar kökur sem allir fá svo bita af í lokinn.
Hjá yngstu krökkunum verður einfaldlega opið hús og frjálst. Kvveikt á wii-tölvunni, spilað, föndrað og leikið.

Þriðjudag 19.maí kl 17-19 er 4.-6.bekkur
Þriðjudag 19.maí kl 20-22 er 7.-10.bekkur

Fimmtudaginn 21. maí frá 17-18:30 er 1.-3.bekkur

Þökkum kærlega fyrir skemmtilegan vetur

Rabbi og Hanna 

 

Fréttir 22.2.2015

Þá hefur Félagsmiðstöðin Zion opnað aftur eftir stórglæsilegar breytingar. Strákarnir í Áhaldahúsinu eiga heiður skilinn fyrir vel unnin störf, en það var mjög ánægjulegt að taka við "nýrri" félagsmiðstöð núna á vorönn.

Á haustdögum fengum við úthlutað úr samfélagsstyrk Alcoa 150.000kr til tækjakaupa og keyptum við okkur glæsilegt 44" sjónvarp, dvd spilara og soundbar fyrir þann pening. Mikill munur að fá nýtt hágæða sjónvarp og almennilegum hljóm!

Foreldrafélagið var einnig svo dásamlegt að styrkja okkur um kaup á 7 nýjum spilum (eitt vantar á myndina) sem henta breiðum aldurshóp eða frá 1.-10.bekk. 

Við þökkum Alcoa og Foreldrafélagi Djúpavogsskóla kærlega fyrir styrkinn!

Flottu spilin frá Spilavinir

 
Nýja sjónvarpið, soundbarinn og dvdspilarinn sómar sér vel!


Þetta er brot af breytingunni sem hefur orðið.
Mun þægilegra að ganga um allt og krökkunum finnst aðstaðan loksins vera orðin kósý :)

smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31